Tilkynning um framhaldsaðalfund 2017 og aðalfund SKFÍ 2018.

Framhaldsaðalfundur SKFÍ 2017 verður haldinn laugardaginn 17. febrúar 2018, kl. 13 í félagsheimilinu að Brautarenda

Framhaldsaðalfundur

Dagskrá:

 1. Lagabreytingar samkvæmt 11. grein laga félagsins.

Aðalfundur SKFÍ 2018

verður haldinn í beinu framhaldi á sama stað

Dagskrá:

 1. Inntaka nýrra félaga
 2. Lesin fundargerð síðasta aðalfundar.
 3. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
 4. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga síðasta árs.
 5. Lagabreytingar samkvæmt 11. grein laga félagsins,
  sjá https://www.kofun.is/um-skfi/lagabreytingatillogur/
 6. Kosning stjórnar, varamanna, endurskoðanda og öryggisnefndar.
 7. Kosning annarra nefnda.
 8. Tillögur um ársgjald í félagssjóð.
 9. Önnur mál.

Framboð til stjórnar

Í samræmi við 12. gr. laga SKFÍ er hér með tilkynnt um fram komin framboð til stjórnar fyrir starfsárið 2018:

Aðalmenn: Ásgeir Gíslason, Jónas Már Karlsson. Sesselja Hreinsdóttir og Vilhelm Steinsen.

Varamenn: Jóhannes Þormóðsson og Erla Björk Árskóg.

Formaður: Þóra Guðnadóttir.

Hvað er SKFÍ?

Sportkafarafélag Íslands eru félagssamtök sportkafara á Íslandi. Félagið hefur starfað síðan 8. mars 1982 og er opið öllum í hvers kyns sportköfun, hvort sem um er að ræða scuba köfun, freeköfun, tækniköfun eða -öðru. SKFÍ á sitt eigið húsnæði að Brautarenda í Nauthólsvík. 

value.image.title