Leiga á húsnæði SKFÍ

Sportkafarafélag Íslands á sitt eigið hús að Nauthólsvegi 100a í Nauthólsvík. Þar er aðstaða til að hittast, spjalla saman og drekka kaffi. Uppi í risinu er að „betri stofa“ með sófasetti og sæti fyrir um 10 manns. Húsnæðið hefur verið leigt út í gegnum tíðina til félagsmanna S.K.F.Í. en býðst einnig öðrum. Húsið tekur að hámarki 28 manns í sæti, borðbúnaður ekki innifalinn en ísskápur er til staðar.

Húsnæðið er leigt út um helgar frá kl. 14 til hádegis næsta dags. Leigjendur verða að skila húsinu eins og þeir taka við því, að undanskildum þrifum á gólfi og salerni. Fyrirframgreidd trygging er endurgreidd ef ekkert tjón er og húsinu skilað samkvæmt skilmálum leigusamnings. Áhugasamir geta haft samband á leiga@kofun.is eða í síma 669 0503 (Erla)