Leiga á húsnæði SKFÍ

Sportkafarafélag Íslands á sitt eigið hús að Nauthólsvegi 100a í Nauthólsvík. Þar er aðstaða til að hittast, spjalla saman og drekka kaffi. Uppi í risinu er „betri stofa“ með sófasetti og sæti fyrir um 10 manns. Húsnæðið hefur verið leigt út í gegnum tíðina til félagsmanna S.K.F.Í. en býðst einnig öðrum. Húsið tekur að hámarki 28 manns í sæti, borðbúnaður ekki innifalinn.

Húsnæðið er leigt út um helgar frá kl. 14 til hádegis næsta dags. Einnig er hægt að leigja húsið virka daga/kvöld að undaskildum fimmtudagskvöldum. Fyrirframgreidd trygging er endurgreidd ef engar skemmdir verða á húsnæði og húsinu skilað samkvæmt skilmálum leigusamnings.

Áhugasamir geta haft samband á leiga@kofun.is eða í síma 669-0503 (Erla)